Fyrsti rafbíllinn frá Honda fyrir Evrópu verður frumsýndur í Genf í mars

Honda vill að tveir þriðju hluta ökutækja þeirra sem seld verða í Evrópu séu rafmagnsbílar frá árinu 2025.

Honda mun sýna hugmyndabíl fyrir borgarumhverfi sem eingöngu er knúinn rafmagni og sem er að nálgast framleiðslustig á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf í mars. „Urban“ verður fyrsti bíll Honda sem knúinn er rafhlöðu eingöngu og verður seldur í Evrópu og mun fara í sölu snemma árs 2020. Fullbúin framleiðsluútgáfa verður væntanlega frumsýnd á bílasýningunni í Frankfurt í september. Honda sýnir oft létt dulbúnar útgáfur af framleiðslubílum ári eða svo fyrir fram fyrir markaðssetningu.

Hér er mynd af Urban EV í akstursprófunum, hann hefur fengið hrós fyrir látlausa hönnun.

Hugmyndabíllinn Urban EV sló í gegn á sýningunni í Frankfurt árið 2017, þar sem bíllinn fékk hrós fyrir hönnun og vísun til fortíðar í útliti. Makoto Iwaki aðalhönnuður Honda segir að markmið hans væri að láta bílinn líta út fyrir að vera „skemmtilegur í akstri og aðgengilegur“. Framleiðsluútgáfan mun líta út eins og hugmyndabíllinn, sem er um 100mm styttri en Honda Jazz. Ólíklegt er talið að hann verði kallaður Urban, að sögn þeirra sem þekkja til málsins að sögn Automotive News Europe.

Reikna með því að selja 5000 bíla á ári af þessari gerð

Honda sagði á síðasta ári að búast megi við því að selja um 5.000 eintök af þessum bíl á ári.

Honda vill að tveir þriðju af bílasölu þeirra í Evrópu verði rafmagnsbílar árið 2025. Þeir eru að fara að markaðssetja blendingsútgáfu af CR-V jeppanum í mars og gerðir tengitvinnbíla munu birtast þegar nýjar gerðir Jazz, litla HR-V jeppans og Civic koma á markað. Þegar Urban kemur í framleiðslu mun bíllinn keppa við rafmagnsútgáfu Skoda Citigo sem kemur á markað á þessu ári og VW e-Up, sem þegar er í sölu. Linda Jackson forstjóri Citroen hefur sagt að næsta gerð C1 gæti verið rafbíll.

Í flokki minni bíla ætlar Opel að selja fulla rafmagnsútgáfu af nýjusta Corsa og nýi, Peugeot 208, sem er byggður á sama undirvagni mun koma í rafmagnsútgáfu.

Sett inn
15/1/2019
í flokknum:
Bílaframleiðsla

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaframleiðsla

skoð allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.