Við höfum aldrei verið með neinn formlegan „leik“ hér á Bílabloggi áður þó svo að líf margra okkar sé einn stór og mikill bílaleikur í sjálfu sér.

Nú langar okkur að gefa lesendum, já ykkur, kost á að eignast bókina Bílamenning. Leikurinn er einfaldur og hefst hann núna!

Fyrir rúmri viku birtist á vefnum okkar grein sem byggð er á bókinni Bílamenning, eftir Örn Sigurðsson. Bókin kom út hjá Forlaginu fyrir stuttu og fjallar hún um akstursgleði Íslendinga á liðinni öld.

Í máli og myndum er fjallað um bíla almennings, bíla lögreglu og slökkviliðs,  trukka, eðalvagna, keppnisbíla, jeppa, vörubíla, húsbíla og snjóbíla svo eitthvað sé nefnt.

Hvernig virkar þetta?

Forlagið lagði til bækur í þennan óformlega leik og munum við gefa þrjú eintök á næstu þremur vikum.

Það sem þarf að gera til að vera með er einfaldlega að segja okkur á Facebooksíðu Bílabloggs undir þessari grein, af hvaða gerð fyrsti bíllinn þinn var. Tegund og árgerð er fínt. Stutt saga er líka skemmtileg viðbót.
Dráttarvélar mega nú líka vera með. Mynd úr bókinni Bílamenning.

Það er vissulega ekkert rétt eða rangt svar, tegund, árgerð eða litur. Allir sem svara fara sjálfkrafa í pott (þó að pönnur séu nú algengari í bílabransanum) og úr honum mun eitt nafn hoppa næsta miðvikudag. Eigandi nafnsins fær bókina Bílamenning senda í pósti og allir verða glaðir - líka þeir sem unnu ekki bókina því þeir geta verið með aftur í næstu viku eða þarnæstu.

Af einhverjum ástæðum hugsa margir hlýtt til fyrsta bílsins sem þeir eignuðust. Yfirleitt er fyrsti bíllinn eitthvert óttalegt grey en það virðist engu skipta hversu grátt það grey lék mann; fyrsti bíllinn á stað í huga manns og hjarta.

Fyrsti bíllinn minn var Fiat Uno 60 árgerð 1987. En þinn?

Deildu því endilega með okkur hér og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook í leiðinni til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Sett inn
29/11/2021
í flokknum:
Bílaheimurinn

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaheimurinn

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.