Frumsýna nýjan RAM 3500 í Mosfellsbænum

Íslensk-Bandaríska umboðsaðili RAM á Íslandi, frumsýnir á laugardaginn nýjan RAM 3500.  Nýtt útlit, nýjar útfærslur og fjölmargar tækninýjungar er meðal annars þess sem er að finna í nýjum RAM. Ís-Band mun bjóða RAM í Limited, Laramie (Sport & Black Edition) og Big Horn útfærslum. Einnig verður RAM Mega Cab frumsýndur, en hann verður fáanlegur í Laramie og Limited útfærslum.

Áfram er hin magnaða 6,7 lítra Cummins vél í boði með 6 þrepa sjálfskiptingu 370 hestölf og enn öflugri 400 hestafla vél með AISIN sjálfskiptingu.  RAM er ekki aðeins með mesta togið 1365 Nm (AISIN), heldur mestu dráttargetuna og mesta innanrýmið (Mega Cab) í sínum flokki.

Fjölmargar tækninýjungar er hægt að fá í nýjum RAM sem aukabúnað, s.s. 12,4” snerti- og upplýsingaskjá, 360°myndavél og skynjarar að framan og að aftan, RAM box með 400W raftengi og fjarstýrða opnun á afturhlera.

Íslensk-Bandaríska er umboðaðili RAM á Íslandi.  Með því að kaupa RAM hjá umboðinu tryggja kaupendur sér ábyrgð framleiðanda og allar innkallanir sem kunna að berast á lífstíma bílsins verði tilkynntar eiganda sem framlengd ábyrgð framleiðanda og framkvæmdar eiganda að kostnaðarlausu.

Frumsýning á nýjum RAM er í sýningarsal Ís-Band að Þverholti 6 í Mosfellsbæ og verður opin á milli kl. 12-16.  Rjúkandi heitt Lavazza kaffi og KitKat frá Danól verður í boði sem og ískalt Egils Appelsín frá Ölgerðinni.

Sett inn
10/5/2019
í flokknum:
Bílasýningar

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílasýningar

skoð allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.