Frumsýningar um alla borg

Það var hátíðarbragur í nokkrum af helstu bílaumboðunum í dag. Við hjá Bílablogg.is ákvaðum að taka hús á nokkrum sem voru að frumsýna glænýjar útgafur af rafmögnuðum og órafmögnuðum bílum.

Við renndum í Lexus í Kauptúni rétt uppúr tólf. Þá þegar var fólk byrjað að streyma að til að skoða nýjan rafmagnaðan Lexus UX. Sá er sportjepplingur í minni kantinum og kemur í þremur útgáfum.

100% rafmagnaður Lexus

Lexusinn er framdrifinn og með 150 KW rafmótor sem togar um 300 Nm. Drægnin er gefin upp frá 305-315 km. Hestöflin 204 talsins. Verðið á Lexus UX er frá 8.490 þús. og uppí 10.390 þús. Grunnútfgáfan, Comfort er mjög vel búin og er með græjum eins og umferðaskilalesara, akreinavara, sjálfvirkum hraðastilli, fjarlægðarskynjurum að framan og aftan svo eitthað sé nefnt.

Sölumenn hjá Lexus tilbúnir í slaginn á bílasýningunni í dag.
Til að mynda er Luxury útgáfa Lexus UX með hljóðeinangrun í hliðarrúðum, leðurklæddu mælaborði með ísaum, mjúku leðri á sætum og rafdrifnum afturhlera.
Lexus UX er fallegur bíll að öllu leyti.
....og boðinn í fallegum litum.
...og rafmagnaður.

Blár ID.4 hitar upp fyrir fyrstu sendingu

Því næst ókum við sem leið lá niður á Laugaveg í Heklu. Þar börðum við augum nýja ID.4 rafmagnsbílinn en honum hefur verið stillt upp sýningarsal Heklu. ID.4 er annar VW bíllinn sem kemur að fullu rafdrifinn og eftir honum hefur verið beðið með jafn mikilli eftirvæntingu og hinum glæsilega ID.3 rafmagnsbíl.

ID. er hinn smartasti, stór og mikill bíll með miklu plássi. Farangursgeymslan er rúmgóð og flennipláss um allan bíl. Að innan heldur VW sig við mínímalíska hugmyndafræðina en ID.4 er mjög álíka að innan og ID.3 – nema stærri. Um er að ræða sýningarbíl sem hita á upp fyrir fyrstu sendingu til Heklu sem áætluð er í apríl.  Hægt er að panta sér ID.4 í vefsýningarsal Heklu.

Massívur framendi ID.4.
Vígalegur ID.4 í sýningarsal Heklu. Það er beðið með spennu eftir þessum.
ID.4 kostar frá 6.290 þús. sem er geggjað verð fyrir splunkunýjan og hátæknilegan rafmagnsbíl.
Hér vantar ekkert upp á plássið.
Hér er líka alvöru farangursgeymsla.

Flaggskipið frá Peugeot í sjö sæta útgáfu

Það vantaði ekkert upp á hátíðarstemninguna í Peugeot deild Brimborgar við Bíldshöfða. Fullur salur af fólki að kynna sér nýjan og rúmgóðan Peugeot 5008 ásamt öllu því nýjasta frá Citroen og Peugeot. Ekki draga sportlegu töffararnir Peugeot 208 og 2008 að sér minni athygli enda einir af flottustu rafmagnsbílarnir á markaðnum.

Það var röð í Peugeot 5008 bílinn.
Sérlega flottur fjölnota bíll, 5008, flaggskipið frá Peugeot.

Framúrstefnuleg tækni

Peugeot 5008 er með nýjum, stórglæsilegum framenda þar sem nýtt grill, LED framljós með háuljósaaðstoð og LED afturljós leika aðalhlutverk auk nýrrar i-Cockpit innréttingar.

Nýr og öflugur framendi.
Bíllinn er boðinn í þremur útgáfum en þeir eru Active Pack, Allure og GT.

Peugeot 5008 með ríkulegum staðalbúnaði og 7 ára ábyrgð kostar aðeins frá 5.690.000 kr. sem er frábært verð fyrir svo stóran og mikinn bíl.

Við munum reynsluaka ofangreindum vögnum um leið og færi gefst hér hjá Bílablogg.is

Sett inn
23/1/2021
í flokknum:
Bílasýningar

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílasýningar

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.