Færri sýnendur en áður á alþjóðlegu bílasýningunni IAA í Frankfurt í september

Ford undirbýr frumsýningu á jeppa á bílasýningunni í Frankfurt á meðan keppinautar draga sig í hlé

Ford forkynnti sportlegan Puma smájeppa, sem er ein framtíðarviðbót í framboði jeppa frá þeim, á viðburði í Amsterdam fyrr á árinu.

Í marga áratugi hafa bílasýningarnar í París og Frankfurt skipst á því á haustin að sýna okkur það helsta sem er á döfinni í bílaheiminum, en nú er orðin breyting þar á því það berast fregnir af því að æ fleiri bílaframleiðendur muni ekki taka þátt í sýningunni í Frankfurt. Þegar þetta er skrifað lítur út fyrir að það vanti hið minnsta 22 sýnendur að þessu sinni.

Bílaframleiðandinn Ford Motor hefur sagt að þeir muni mæta á bílasýninguna í Frankfurt í september til að styðja við sýninguna, jafnvel þar sem keppinautar eins og Toyota og öll merki Fiat Chrysler hafa ákveðið að sleppa einni af fremstu sýningum í iðnaðinum fyrir nýjar vörur.

Ford sagði að þeir muni nota atburðinn til að sýna nýja línu sportjeppa / crossover-bíla, þar með talið nýjastu kynslóð Kuga og tengitvinnjeppann Explorer sem var kynntur í apríl á viðburði í Amsterdam þegar Ford „forsýndi“ einnig Puma nýjan jeppa sem verður í raun frumsýndur þann 10. September á sýningunni íFrankfurt. Puma er með sportlegt útlitl og verður seldur í Evrópu samhliða litla jeppanum EcoSport.

Ford sleppti síðustu tveimur helstu bílasýningum Evrópu - Genf í mars og París í október síðastliðnum - sem hluti af sparnaðaraðgerðum.

„Við erum ekki á móti sýningum en það eru ástæður fyrir öllu“, sagði talsmaður Ford við Automotive News Europe. Ford vill helst mæta á sýningar þegar ný vara er komin á markað, sagði talsmaðurinn.

Kostnaðarskerðing hefur bitnað á bílasýningunum þar sem bílaframleiðendur hugsa betur um auglýsingar og markaðsáætlanir sínar Fleiri bílaframleiðendur kjósa að frumsýna nýja bíla á sjálfstæðum viðburðum sem dreift er á Internetinu eða á sýningum eins og Goodwood Festival of Speed í Bretlandi.

22 vörumerki vantar í Frankfurt

Samtök atvinnulífsins VDA í Þýskalandi, sem standa fyrir sýningunni í Frankfurt, sögðu að fjöldi þátttakenda á þessu ári væri „aðeins lægri“ en stigum 2017 hingað til.

Eins og staðan er núna hafa 22 vörumerki ákveðið að sýna ekki í Frankfurt samkvæmt könnun Automobilwoche.

„Allur bílaiðnaðurinn er að breytast, og svo er IAA“, sagði Bernhard Mattes, forseti VDA, við Automobilwoche systurútgáfu Automotive News Europe.

Nýir sýnendur verða með sýningar á sýningunni í ár, þar á meðal IBM, Microsoft og Vodafone, sagði Mattes, sem er fyrrum yfirmaður þýskrar starfsemi Ford.

Meðal bílaframleiðenda sem munu bjóða upp á frumsýningar á fréttamannadögum sýningarinnar 10. september og 11. september eru Jaguar Land Rover og Honda.

Land Rover mun frumsýna hinn nýja Defender-jeppa í Frankfurt, eins og fjallað hefur verið um hér á vefnum, og Honda mun sýna framleiðsluútgáfuna af litla rafmagnsbílnum E.

Fleiri rafbílar kynntir

Þýskir bílaframleiðendur munu, eins og venjulega, nota viðburðinn sem alvöru sýningu á sínum vörum.

Volkswagen vörumerkið mun sýna sitt framlag til að verða stærsti framleiðandi rafbíla í heimi með frumsýningu á ID3, rafbíl sem eingöngu notar rafhlöður, sem mun hafa akstursdrægni sem nemur á bilinu 330 km til 550 km háð á stærð á rafhlöðu. Grunngerð ID3 aðgangsstigið verður verðlagt undir 30.000 evrum (4.100.000 ISK) í Þýskalandi.

BMW mun sýna nýjustu kynslóð BMW 1-hlaðbaks.

Porsche mun frumsýna Taycan, fyrsta bílinn í framleiðslulínu þeirra sem eingöngu notar rafmagn.

Meðal erlendra vörumerkja sem verða með frumsýningar í Frankfurt að þessu sinni er Kia með XCeed lítinn „crossover“. Seat vörumerki Volkswagen Group mun afhjúpa nýja Leon hatchback á meðan Skoda er væntanlegt til að frumsýna arftaka söluhæsta bílsins síns, Skoda Octavia.

Renault hefur sagt að þeir verði í Frankfurt en „með aðeins öðru sniði“.

Þeim fjölgar sem eru ekki með

Önnur vörumerki sem sleppa sýningunni eru Nissan, Volvo, Mazda, Mitsubishi, Rolls-Royce og Aston Martin.

Peugeot, Citroen og DS vörumerki PSA Group verða ekki til staðar en Opel, þýski hluti PSA, mun verða á staðnum.

Fiat Chrysler hefur sagt að þeir hafi ákveðið að einbeita sér að einni bílasýningu á þessu ári, Genfarsýningunni í mars.

Subaru og Suzuki verður saknað í Frankfurt núna í september. Talsmaður Subaru sagði: „Sem lítill innflytjandi erum við enn og aftur neydd til að fylgjast vel með kostnaði og ávinningi“.

Byggt á Automotive News Europe og Automobilwoche.

Sett inn
4/8/2019
í flokknum:
Bílaframleiðsla

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaframleiðsla

skoð allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.