Ford búnir að fá yfir 125.000 pantanir á 2021 Bronco

Ford Bronco árgerð 2021 er einn af nýju bílunum sem margir bíða eftir að sjá á vegunum og það lítur út fyrir að kaupendur séu jafn áhugasamir um nýja Bronco. Ford hefur staðfest að fyrirtækið hafi fengið meira en 125.000 pantanir á Bronco árgerð 2021, síðan það hóf að taka við pöntunum í janúar.

Ford fékk 190.000 fyrir fram pantanir á nýja Bronco, sem þýðir að um tveir þriðju þeirra hafa breyst í raunverulegar sölupantanir.
„Eftirspurnin ... hefur bara verið yfirþyrmandi“, sagði Mark Grueber, neytendamarkaðsstjóri Ford, við The Detroit News.

„Við erum mjög spennt og ánægð með viðskiptahlutfallið og mjög auðmjúk hvað varðar eftirspurnina. Nú, við einbeitum okkur aðeins að því að reyna að koma þessum eintökum af Bronco til þessara viðskiptavina sem fyrst“.

Það lítur út fyrir að kaupendur vilji aðallega betur búna bíla, þar sem Ford segir að um 70 prósent pantana séu fyrir dýrari útgáfur.

Ford ætlar að auka framleiðslu Bronco í verksmiðjunni í Wayne í Michigan á næstu vikum. Reiknað er með að fyrstu afhendingarnar hefjist í júní.

(frétt á Torque Report)

Sett inn
27/3/2021
í flokknum:
Bílaframleiðsla

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaframleiðsla

skoð allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.