Ford Bronco kemur á markað í Evrópu árið 2023

Ford Bronco jeppinn hefur tekið Bandaríkin með stormi og mun nú koma í sýningarsali í Evrópu á næsta ári

Ford Bronco jeppinn kemur til Evrópu á næsta ári. Ford hefur tilkynnt að endurfæddur torfærubíllinn verði fáanlegur í „stranglega takmörkuðu magni“ í völdum Evrópulöndum, þar á meðal væntanlega Þýskalandi og Frakklandi, frá og með seinni hluta árs 2023.

Bronco kom aftur á markað árið 2020 eftir 25 ára fjarveru og hefur reynst gríðarlega vinsæll meðal bandarískra kaupenda.

Reyndar er talið að takmarkað framboð til Evrópu sé beint vegna stöðugrar mikillar eftirspurnar á heimamarkaði bílsins. Ford hefur ekki gefið út neinar sérstakar upplýsingar um tækniupplýsingar og verð á þeim útgáfur sem verða í boði í Evrópu - eða gefið upp hvort öflugri Bronco Raptor muni koma til greina.

„Munum leggja allt í sölurnar“

Við höfðum samband við Egil Jóhannsson forstjóra Brimborgar til að forvitnast um hver staðan væri varðandi markaðinn hér á landi.

Egill sagði þessar fréttir enn aðeins vera í fjölmiðlum enn þá, Ford væri ekki búið að gefa upp neitt opinberlega um málið, en þeir væru vissulega að fylgjast með málinu.

„Við munum leggja allt í sölurnar til þess að fá bílinn til okkar og vinnum samkvæmt því“, sagði Egill.

Það vill svo skemmtilega til að við eigum nóg af Bronco-tengdu efni:

Bíll dagsins: Ford Bronco árgerð 1974

Nýr Bronco kominn til Íslands

Hér er alvöru Bronco!

Ford Bronco: Nokkrir sérsniðnir!

Uppgerður Ford Bronco árgerð 1979

Bronco prófaður fyrir King of the Hammers

Sett inn
4/7/2022
í flokknum:
Bílaheimurinn

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaheimurinn

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.