Fegurðin afhjúpuð

Hann var frumsýndur í dag, bíllinn sem sópað hefur að sér verðlaunum undanfarið. Þetta er auðvitað VW ID.Buzz, nýjasti meðlimurinn í rafbílafjölskyldu Volkswagen.

Það er ekki annað hægt að segja en að gripurinn er fallegur að flestu leyti held ég að við getum sagt.  

ID.Buzz er ríkulega búinn staðalbúnaði en hann er með 77 kWst. rafhlöðu og drægni allt að 420 km. skv. WLTP staðlinum.

Það eru reyndar nákvæmlega sömu tölur og ID.4 bíllinn hefur til að bera.
ID.Buzz Cargo sennilega er laglegasti sendibíllinn í bænum.
Hér er einn alveg sniðinn fyrir leigubílstjóra. Fullur af sætum fyrir farþega.

Litadýrð

Það eru hvorki meira né minna en ellefu litir í boði – og þarf fjórir tvítóna. Þú getur síðan valið um lúkk á felgum í mismunandi stærðum.

ID.Buzz Pro er ansi vel búinn bíll í grunninn. Litasamsetningin er alveg dásamleg á þessum bílum.
Hér er afi gamli við hliðina á ungviðinu.

Vel búinn í grunninn

Standard innrétting bílsins er afskaplega vel frá gengin – hún er svört og hentar allstaðar við öll tilefni. Þeir sem eru litaglaðir og vilja krydda aðeins upp á lífið með litum eru Style innréttingarnar til í bláu, gulu, orange og grænu.

Hönnunin er ótrúlega vel heppnuð. Þægileg sæti sem framleidd eru með vistvænu áklæði.
Hér er nú aldieilis hægt að hlaða farangri.

Að auki er hægt að fá Premium innréttingu í sömu litasamsetningu en hún kostar þrjúhundruð þúsund krónur aukalega. Þá erum við að tala um 30 lita Ambient innri lýsingu, armhvílu á báðum framsætum, Art Velours ECO áklæði og teppalagt innanrými svo eitthvað sé nefnt.

Hér rifjast eflaust upp minningar því margir muna gamla „rúgbrauðið" að innan.

Þú hakar bara við

Í vefsýningarsalnum getur þú síðan raðað þeim búnaði sem þú vilt í óskabílinn. Fyrir tæpa hálfa milljón í viðbót getur þú fengið rafdrifin framsæti með mjóbaksstuðningi og minnisstillingum í ökumannssaæti.

Þá er líka stillanlegur hiti í framsætum.
Þessi bíll er með framlenginu á setu - sem er mjög þægilegur aukabúnaður ef maður ekur langar vegalengdir í einu.

Assistance Plus pakkinn kostar tæpar tvöhundruð þúsund krónur í dag en í honum er Park Assist Plus bílastæðaaðstoð með minnisstillingu, blindhornaviðvörun og 360° myndavél.

Fjölbreytt notagildi í mismunandi útfærslum

Fleiri pakkar eru í boði sem hægt er að bæta við en sá sem okkur fannst hvað mest spennandi er Open og Close Pakki Plus.

Þá er hurðaopnun rafdrifin, lýsing á hurðarhúni á afturhurð, þjófavörn með hreyfiskynjara í innanrými og dráttarvörn, lýsing á hurðarhúnum og rafdrifin opnun á rennihurðum beggja hliða.

Svo er bara púsla sætunum saman svo henti hverju sinni.

Þetta er svo einfalt. Þú velur og smellir svo á panta – og þeir hringja í þig þegar bíllinn er tilbúinn til afhendingar.

Volkswagen, eins og aðrir bílaframleiðendur hafa ekki farið varhluta af íhlutavöntun sem hefur tafið framleiðslu og afhendingu bíla talsvert.

Ef þú pantar ID.Buzz í dag gætir þú verið að fá hann á vordögum 2023 eða jafnvel fyrr.

Sett inn
3/12/2022
í flokknum:
Bílasýningar

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílasýningar

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.