Fáránlega flottur kaggi?

  • Sambland af „crossover“ og sportlegum fólksbíl

Tengsl við alheiminn

Þetta er nýr hugmyndabíll sem kallaður er Vision Starburst. Nafngiftin á svo sem ekkert skylt við ávaxta karamellurnar ef þú ert eitthvað að pæla í því.

Heldur er nafnið tengt stjörnuheiminum og líkt við „fæðingu nýrrar stjörnu“. Þeir eru háfleygir á þeim bænum.

Flottar línur

Línan í bílnum er svona sambland af sportara eða jafnvel sportjepplingi. Óljóst hverskonar bíll þetta er en Geely hefur ekki gefið neitt út um hvaða flokki bíllinn tilheyrir.

Þeir hjá Geely vildu láta hliðarlúkkið vera það eftirtektaverðasta við hönnun bílsins og sýnist manni það hafa tekist ágætlega.

Breið og mikil LED lýsing nær alla leið á milli framljósanna og rammar þannig stórt grillið inn. Þetta má sjá á til dæmis VW ID.4 í dag. Geely hefur ekki gefið út hver drifrás bílsins verður en gefur til kynna að hann þurfi að hlaða. Þá er þetta væntanlega rafmagnsbíll. Hversu mikið afl er ekki á hreinu – enda bara hugmynd ennþá.

Hjólbogalýsing

Geely segir í lýsingu bílsins að hönnunin eigi að endurspegla þá orku sem Starburst stirnið skilar út alheiminn. Hvernig sem við eigum nú að túlka þá fullyrðingu.

Hins vegar má segja að nýjasta tækni og vísindi sé notuð í hugmyndina. Nokkurs konar grill er í hjólbogunum og þar verður LED lýsing sem skiptir litum – væntanlega til að túlka stemninguna í bíltúrnum.

Að sjálfsögðu er hann sneisafullur af allskyns tölvubúnaði sem gerir allt mögulegt – hjálpar til við akstur, leggja í stæði og við hleðslu.

Þessi bíll er líklegast flottastur að aftan. Hönnun afturljósanna er framúrstefnuleg og það er heilmikið að gerast fyrir neðan afturhlerann.

Hurðir opnast „of“ vel líklega

Það má alveg segja að hurðir bílsins séu næsta furðulegar. Gæti orðið erfitt að opna þessar úti í Eyjum á vindasömum degi. Lýsing skapar stóran sess í framtíðarlegu innanrýminu. Maður gæti eflaust fílað sig eins og maður væri á leið í geimskot, sestur undir stýri.

Þessi kaggi fer reyndar ekki í framleiðslu, heldur er hann nokkurskonar hugarflug fyrir framtíðartón í vöruúrvali fyrirtækisins.

Sett inn
10/6/2021
í flokknum:
Hugmyndabílar

Fleiri fréttir úr flokknum:

Hugmyndabílar

skoð allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.