Eitt lítið ráð í hálkunni

Í mörgum nýlegum bílum og jafnvel eitthvað eldri bílum er búnaður sem getur komið í veg fyrir að bíllinn spóli í djúpum snjó eða hálku. Þetta getur verið sjálfvirkt eða stillt með hnappi og er einkum ætlað til að hjálpa bílnum að komast af stað úr kyrrstöðu og í sumum tilfellum ber að taka þessa stillingu af þegar bíllinn er kominn á smá ferð.

En hálkan er enn til staðar og þó bíllinn sé kominn á ferð getur hann enn spólað ef það er gefið inn. Hvað er þá hægt að gera?

Nú það er hægt að stilla hraðatakmörkun (speed limiter), sé bíllinn með þann búnað, á minnsta mögulega hraða sem í boði er.

Ef bíllinn er að nálgast lægsta hraða sem hægt er að stilla á þá mun hann alls ekki spóla sama hversu mikið er stigið á inngjöfina.

Sett inn
23/11/2020
í flokknum:
Tækni

Fleiri fréttir úr flokknum:

Tækni

skoð allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.