Dómur genginn í máli ON

ON hafði betur og fær að opna Hverfahleðslurnar

„Þetta er fyrst og fremst mikið gleðiefni fyrir þá fjölmörgu rafbílaeigendur sem treysta á þessa þjónustu. Það var alveg ljóst í okkar huga að forsendurnar fyrir niðurstöðu kærunefndar væru rangar og því ákváðum við að láta reyna á þetta fyrir dómi,“ segir Berglind Rán Ólafsdottir framkvæmdastýra ON.

Í lok júní úrskurðaði kærunefnd útboðsmála að útboð Reykjavíkurborgar á svokölluðum Hverfahleðslum væri ógilt þar sem ekki var boðið út á evrópska efnahagssvæðinu.

Í kjölfarið var Orku náttúrunnar, sem vann útboðið á sínum tíma, gert að slökkva á hleðslunum.

Fallist á sjónarmið ON

Eftir að hafa rýnt í úrskurð kærunefndar taldi ON ljóst að forsendur nefndarinnar fyrir niðurstöðunni væru rangar. Því var ákveðið að fara með málið fyrir héraðsdóm til þess að fá úrskurðinum hnekkt. Flýtimeðferð fékkst á dómsmálinu og í dag  féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á sjónarmið ON segir á vef ON um málið.

Eðlilegt að reyna á úrskurð sem þennan

Bílablogg leitaði til Sigurðar Ástgeirssonar hjá Ísorku sem sagði að það hafi verið eðlilegt að reyna á úrskurð sem þennan fyrir dómi enda málið flókið og án fordæma. „Dómurinn snýr ákvörðun kærunefndar og gerir þann úrskurð ógildan.

Ég hef reyndar ekki náð að lesa dóminn í heild sinni en það fylgir því léttir að rafbílaeigendur geti notað stöðvarnar að nýju”, sagði Sigurður.

Hverfahleðslurnar sem hafa verið ótengdar síðan í lok júní verða tengdar á ný strax í vikunni. Til þess að þessi endurnýjuðu kynni rafbílaeigenda af Hverfahleðslum ON gangi sem best fyrir sig hefur fyrirtækið ákveðið að frá og með föstudeginum 26.nóvember verði frítt að hlaða í öllum Hverfahleðslum ON út mánuðinn.

Hér má lesa dóminn í heild sinni

Mynd með frétt: www.on.is

Sett inn
23/11/2021
í flokknum:
Tækni

Fleiri fréttir úr flokknum:

Tækni

skoða allt
Loftvélin
Rafbílar eru svo flóknir

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.