Citroën C5 Aircross í nýjum fötum

Citroën er að koma með andlitslyftingu og tæknilegar uppfærslur á bílnum.

Einu sinni var okkur sögð sagan af nýju fötum keisarans, en samkvæmt því sem Terje Ringen skrifar á vef BilNorge þá er ekkert slíkt á ferðinni varðandi Citroën C5 Aircross, sem mun birtast okkur seinna á þessu ári í nánast „alveg nýjum fötum“.

Nýr framendi með nýjum ljósum, sem og afturljós með nýju yfirbragði eru mikilvægustu breytingarnar á ytra byrði uppfærðu gerðarinnar.

Ný innrétting

Innandyra vekur mesta athygli nýi 10 tommu snertiskjárinn sem að sögn Citroën veitir auðveldara og betra aðgengi að upplýsingum og hinum ýmsu aðgerðum í akstrinum.

Auk þess er stóri 12,3 tommu ökumannsupplýsingaskjárinn stillanlegur og getur skilað þeim upplýsingum sem ökumaðurinn vill fá hverju sinni.

Nýr C5 Aircross verður einnig búinn nýrri kynslóð sæta sem hafa verið þróuð í takt við „Citroën Advanced Comfort“. Þau eru svipuð sætum sem finnast í ë-C4 og væntanlegum C5 X.

Að sögn framleiðandans veitir þykkari og betri bólstrunin meiri þægindi í setu yfir langan tíma. Framsætin eru að sjálfsögðu upphituð og hægt að fá þau með nuddi.

Uppfærða innréttingin hefur einnig fengið nýjan miðjustokk sem nú er með e-Toggle kerfi fyrir gírskiptingar, svipað og er þegar að finna í öðrum gerðum Citroën, og aðgengi til að stjórna aksturskerfi tvinnbílsins og „Grip Control“ fyrir bestu aksturshæfni hverju sinni.

Auk þess er að finna stóra geymslu, tengi og þráðlausa hleðslu farsíma.

Þægindi í fyrirrúmi

Mikilvægur hluti af DNA Citroën er þægindi. C5 Aircross heldur að sjálfsögðu háþróaðri fjöðrun og hjólabúnaði sem inniheldur „Progressive Hydraulic“ fjöðrunarpúða, það sem Citroën vísar til sem „fljúgandi teppis“, sem virkar sérlega vel til takast á við slæma vegi og ójafnt undirlag.

C5 Aircross er einnig búinn aftursætum sem hægt er að færa langsum með sérstillanlegum bakhalla.

Þetta gerir það að verkum að auðvelt er að breyta farangursrúmmálinu úr 460 í 600 lítra í tvinnútgáfu C5 Aircross.

Á vef BilNorge kemur fram að fyrir þá er það auðvitað endurhlaðanleg útgáfa af Citroën C5 Aircross Hybrid sem skiptir mestu máli.

Bíllinn mun verða eins og í dag, með 225 hestöflum, 320 Nm togi frá driflínu sem gerir kleift að aka allt að 55 kílómetra með rafmagni.

Sett inn
13/1/2022
í flokknum:
Bílaframleiðsla

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaframleiðsla

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.