Bugatti brýtur 300 mílna múrinn (482 km/klst) með frumgerð Chiron

Það er meiri hraði en hjá Koenigsegg Agera RS - og hraði margra lítilla flugvéla
Í einu vetfangi endurheimti Bugatti kórónu hámarkshraðans frá Koenigsegg og varð fyrsti bílaframleiðandinn til að brjóta 300 mílna múrinn. Andy Wallace, sem er opinber prófunarökumaður franska fyrirtækisins, setti nýlega hraðamet á sérsmíðaðri frumgerð af Chiron á Ehra-Lessien kappakstursbrautinni í Þýskalandi.
Bugatti Chiron – hér á meira en 304 mílna hraða sem samsvarar 490 kílómetrum á klukkustund

Með 16 strokka vélarinnar öskrandi samhljóða um 30 sentímetrum frá eyrunum náði Wallace 304,773 mína hraða á klukkustund (490,48 km/klst) á 8,7 kílómetra braut Ehra-Lessien. Til að bæta við samhengi þá náði Veyron Super Sport 267,856 mílna hraða og Koenigsegg Agera RS hætti að auka hraðann á 284,550 mílum á kæukkustund. Shinkansen-hraðlestin í Japans ekur venjulega á um 200 mílna hraða á klukkustund. Hraðaaukning Chiron er hraðari en margra lítilla flugvéla eins og til dæmis Cessna og hann getur farið fram úr meirihluta þyrlanna í skýjunum.

Bugatti kallar frumgerð bílins „nánast tilbúna fyrir framleiðslu“. Þó tæknilegar upplýsingar séu enn ekki ljósar, getum við sagt að aftari endi bílsins hafi verið framlengdur til að bæta við niðurafli án þess að skapa drag. Hringrásarop sem boruð eru í efri hluta framendans draga úr ókyrrð í hjólskálunum en ef litið er innar kemur í ljós veltigrind og Sparco-sæti fyrir ökumanninn.

Frumgerðin er aðeins lægri en venjulegur Chiron, en við verðum að bíða þar til Bugatti birtir frekari upplýsingar til að komast að því hvað liggur undir yfirbyggingu koltrefjanna og hvort eitthvað af því muni ná framleiðslu.

Hraðaksturinn kemur á óvart því áhugi fyrirtækisins á því að setja hraðamet hafði að því er virðist minnkað eftir að fyrirtækið kom fram með Chiron. Það þurfti gríðarlega mikla vinnu að komast í 304 mílna hraða á klukkustund en Bugatti hefur nú tvo punkta til viðbótar til að monta sig af á ný. Þeir eru fyrsti bílaframleiðandinn sem brýtur 300 mílna hindrunina og Chiron státar af því að vera hraðskreiðasti bíll í heimi.

Hugsanlega verða frekari fréttir að hafa af þessu hraðameti Bugatti - og hvað það þurfti til að láta það gerast - á næstu vikum þegar fyrirtækið heldur upp á 110 ára afmælið sitt. Til viðbótar við hraðametið hafa hátíðarhöldin hingað til hleypt af stokkunum La Voiture Noire og Centodieci bílunum í takmörkuðu upplagi.

Sett inn
2/9/2019
í flokknum:
Bílaheimurinn

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaheimurinn

skoð allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.