BMW X2 mun fá uppfært útlit – tengitvinngerð væntanleg

  • X2 fær útlitsbreytingar í takt við andlitslyftingu X1
  • Væntanlega minni háttar breytingar á innréttingu og meiri tækni
  • Mögulega frumsýndur síðar á þessu ári
Lítið er um fréttir af nýjum bílum þessa dagana, en ýmsar bílavefsíður hafa birt fréttir um að BMW X2 muni fá endurnýjun núna á miðju aldursskeiði sínu og hafa birt njósnamyndir af bílnum þessu til staðfestingar. Bíllinn mun fá uppfærslu á útlit og uppfærða tækni og það mun endurspegla nýlegar breytingar á BMW X1.

Reiknað er með bílnum í sölu á næsta ári

Í umfjöllun á þessum erlendu vefsíðum er reiknað með að sjá nýja X2 í sýningarsölum á næsta ári. X2 er coupé-útgáfa af X1 og er minnsti jeppi BMW sem er í samkeppni við Mercedes GLA, Audi Q2, Volvo XC40 og MINI Countryman.

Eins og gengur og gerist með margar uppfærslur á bílum á miðjum líftíma verður meirihluti yfirbyggingar X2 áfram ósnortinn, breytingar þó til staðar. Framendinn mun líta miklu stærri út en á núverandi bíl og LED dagljósin fá nýja lögun. Kringlóttu þokuljósin undir framljósunum munu hverfa - og líklegt er að LED þokuljós verði samþætt í neðri loftinntökin.

Minni breytingar í innanrými en möguleiki á meiri tækni

Stóru fréttirnar samkvæmt þessu vefmiðlum varðandi innanrýmið eru að iDrive upplýsinga- og afþreyingarkerfið er líklega með virkni á snertiskjá í fyrsta skipti. Þar fyrir utan er talið að BMW takmarki allar breytingar inni í bílnum við ný áklæði og frágang en möguleiki er á að meiri öryggisbúnaður og aðstoðarkerfi ökumanna verði fáanleg.

Sett inn
24/4/2020
í flokknum:
Bílaframleiðsla

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaframleiðsla

skoð allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.