BMW afhendir síðustu i3 bílana við sérstaka athöfn á BMW safninu í München

Allir 18 bílarnir voru málaðir í svörtu og gylltu.

Eftir meira en átta ára framleiðslu hætti BMW loksins með i3 í júní. Síðustu bílarnir voru afhentir í vikunni.

Allar 18 lokagerðirnar voru málaðar í „Galvanic Gold“ og svörtu.

Viðskiptavinir fengu tækifæri til að sækja bílana sína á BMW-safnið í München.

Í umfangsmikilli framleiðslu sinni afhenti BMW yfir 250.000 eintök af i3-bílnum í 74 löndum. Fáanlegur bæði sem PHEV og sem fullur rafbíll, varð i3 vinsæll borgarbíll með sínu einstaka útliti.

Toppútgáfan i3S var 181 hestafl.

BMW gaf út eftirfarandi yfirlýsingu í kjölfar þess að i3 framleiðslu lauk:

„Við upphaf fjöldaframleiðslu fyrir átta og hálfu ári síðan þótti hann framsækinn og framandi.

Síðan þá hefur þessi litli bíll með rafdrifinu fest sig í sessi sem brautryðjandi fyrir útblásturslausa akstursánægju og heildræna sjálfbærni.“

i3 áfram í Kína

i3 nafnið mun lifa áfram í Kína. „Nýi“ i3 er rafmagnsútgáfa af 3-seríunni. Hann verður þó ekki seldur á Vesturlöndum.

Þess í stað mun iX1 í raun koma í stað i3 í Evrópu og Norður-Ameríku. iX1 er lítill crossover, og hefur ágætis drægni, eða 438 km samkvæmt WLTP, og hefur meira pláss og er hagkvæmari en i3.

(frétt á vef INSIDEEVs)

Sett inn
8/8/2022
í flokknum:
Bílaframleiðsla

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaframleiðsla

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.