Aston Martin DB5, árgerð 1964, sem sjálfur Sean Connery átti, er til sölu. Þeir sem ekki vita aura sinna tal geta loks losnað við hluta klinksins og í leiðinni stutt gott málefni. Og ekki nóg með það heldur fær sá sem mest getur borgað að fara í bíltúr með Sir Jackie Stewart.

Bíllinn verður boðinn upp þann 18. ágúst og er heilmikið umstang í kringum það. Hér fyrir neðan er fantafínt myndband, stutt en gott, um bílinn og Connery. Á meðal viðmælenda er „The Stig“ (fyrrverandi auðvitað) sem og sjálfur Sir Jackie Stewart.
Tengt efni:
Minnisstæðir bílar úr bíómyndum
Bílarnir sem tengjast James Bond
Ian Fleming skapaði fleira en Bond
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.