Bílar BMW munu nota nýjan hugbúnað til að „finna“ fyrir ástandi vega

TEL AVIV - Hugbúnaður frá fyrirtækinu Tactile Mobility í Ísrael, en hugbúnaðurinn byggir á snertifærni, verður felldur inn í næstu kynslóð bifreiða BMW frá 2021.

Samstarfið mun útbúa ökutækin með getu til að greina eiginleika vegsyfirborðs undir dekkjunum, sem gerir kleift að greina ástand á yfirborði vega.

Tactile Mobility, en nafn fyrirtækisins mætti þýða sem “áþreifanlegur hreyfanleiki” - þróar hugbúnað sem notar skynjara ökutækisins, þar á meðal hjólhraða, hjólhalla, snúningshraða og stöðu á gír til að hjálpa snjöllum og sjálfakandi ökutækjum að “finna fyrir” akstrinum og vegunum.

Í október sagðist Tactile Mobility hafa tryggt sér 9 milljón dollara fjármögnun frá hópi fjárfesta, þar á meðal Porsche.

Í maí sagðist sportbílaframleiðandinn ætla að nota tækni Tactile Mobility í framtíðarbifreiðum sínum.

Samstarf BMW og Tactile Mobility hófst í gegnum “BMW Startup Garage”, sem er eining viðskiptavina BMW samstæðunnar.

(Reuters)

Sett inn
17/9/2020
í flokknum:
Tækni

Fleiri fréttir úr flokknum:

Tækni

skoð allt
Loftvélin
Eitt lítið ráð í hálkunni

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.