Bílaklúbburinn Krúser

Á góðviðris fimmtudagskvöldum mæta flottir bílar af öllum gerðum og stærðum, þar sem eigendur þeirra deila bæði sögum og njóta góðs félagsskapar. Félagsheimili Krúsera, sem staðsett er á Höfðabakka í Reykjavík, má með sanni segja að sé flottasta félagsheimili sem bílaáhugamenn getur dreymt um. Þar komast fyrir nokkur fjöldi af bílum og manni líður eins og að vera kominn aftur til fortíðar, því þar er vel skreytt með gömlum bílaauglýsingum og myndum, auk margvíslegra hluta frá löngu liðnum dögum.

Bílarnir sem mæta á kvöldin eru af margvíslegum toga, frá tímum krómsins, kraftabílar og eðalbílar og allt þar á milli. Síðan ganga eigendurnir til ökutækja sinna og keyra niður í miðbæ og enda vanalega á Hörputorgi til að gleðja gesti miðbæjarins.

Myndatextar:

Fyrir utan félagsheimilið eru bílar af gerðinni Pontiac Trans Am árgerð 1978, Ford Mustang árgerð 1965 og Chevrolet Camaro árgerð 1968.
Þegar litið er inn í félagsheimilið má sjá veggi með myndum sem áhugaljósmyndarar hafa tekið af bílum félagsmanna.
Ef félagsmönnum leiðist að vera úti, eða veðrið leyfir ekki akstur, er ágætis afþreying að spila pool með öðrum félagsmönnum.
Félagsheimilið býður upp á að geyma bíla bæði í vetrardvölinni og einnig að sumri til. Jafnvel eru bílar sem eru til sölu hafðir til sýnis, eins og þessi ´69 Buick Rivera til hægri á myndinni. Vinstra megin við hann er Buick Electra árgerð 1963.
Þegar bílastæðin fyrir framan félagsheimilið fyllast deyja ökumenn ekki ráðalausir og raða sér hinum megin. Fremstur á myndinni er hinn einstaki Edsel árgerð 1958 sem náði ekki miklum vinsældum á sínum tíma, en þar á eftir koma ´62 Ford Galaxy og ´56 Buick Special.
Á öðrum stöðum á bílaplaninu leynast fleiri amerískir kaggar, þar á meðal ´69 Chevrolet Camaro og ´65 Ford Thunderbird.
Þegar miðbæjarrúntinum er lokið eftir nokkra góða hringi er lokastaðurinn bílastæði Hörpu þar sem gestir miðbæjarins geta dáðst að bílunum. Frá hægri er ´56 Ford Victoria, ´92 Cadillac Fleedwood árgerð 1992 og ´64 Buick Wildcat.
Eins og sjá má eru bílar frá mismunandi tímabili. Hér er það ´78 Chevrolet Corvette og hægra megin við hann er minnisvarði frá krómtímabilinu, Oldsmobile Super 88 árgerð 1958.
Hér sést vel hvernig flóran er hjá Krúserum. Frá vinstri er gullfallegur Buick Special árgerð 1956, Volvo árgerð 1989, sem er búinn að vera í eigu sama eiganda frá því að hann var nýr, og svo þessi stórfurðulegi bíll, Oldsmobile F85, sem ég hvet alla til að skoða sama hvaða álit þeir hafa á honum.

Greinarhöfundur vill benda mönnum á flickr-vefsíðu Krúsera (smella hér) sem er stútfull af ljósmyndum frá mismunandi kvöldrúntum þar sem góðir áhugaljósmyndarar hafa náð fínum myndum af flottum bílum.

Sett inn
7/7/2020
í flokknum:
Fornbílar

Fleiri fréttir úr flokknum:

Fornbílar

skoð allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.