Atom frá Mahindra

„Borgarbílar“ verða örugglega algengari á næstu árum, sérstaklega í þéttbýlum borgum. Við erum ekki alveg komin á þetta stig í okkar næsta nágrenni, en mun þéttbýlli lönd borð á við Kína og Indland eru fyrir löngu komin á þetta stig.

Þess vegna er fróðlegt að fylgjast með því hvað er að gerast í þessum löndum.

Austur á Indlandi kynnti Mahindra hugmynd að „borgarbílnum“ Atom á bílasýningunni Auto Expo 2020 í febrúar á þessu ári. Búist var við að ökutækið yrði frumsýnt á þessu ári. Því hefur verið frestað vegna yfirstandandi kórónaveirufaraldurs.

Gert er ráð fyrir að þessi rafknúni Atom, eða rafknúna fjórhjól, verði knúinn 15kW rafmótor og litíumjónarafhlöðu. Ólíklegt er talið að hámarkshraði ökutækisins fari yfir 60 km/klst. Drægni rafbílsins er líklega um 75 km. Ekki eru möguleikar á að skipta um rafhlöður í Atom, eins og oft hefur verið rætt um sem möguleika í svona „borgarbílum“, en það er hægt að endurhlaða rafhlöðuna að fullu á um fjórum klukkustundum.

Þessa dagana standa yfir síðustu prófanir á bílnum og verða bílar tilbúnir á markað snemma á næsta ári.

Engar upplýsingar liggja að öðru leyti fyrir um tæknileg atriði, en sagt er að bíllinn rúmi fjóra farþega og hann virðist nokkuð hár, svo þetta er enginn leikfangabíll.

Líklegt er að bíllinn sé byggður á MESMA 48 grunni Mahindra þar sem þeir eru nú þegar með Treo - rafmagns „rickshaw“ og eKUV100 rafbílinn.

Atom mun koma með staðalbúnaði á borð við öryggisbelti og loftkælingu. Enginn öryggisbúnaður eins og  öryggispúðar eða ABS verða þó í rafknúna ökutækinu.

Sett inn
10/11/2020
í flokknum:
Bílaheimurinn

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaheimurinn

skoð allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.