Alrafmagnaður Peugeot e-308 kemur 2023

  • Nýi rafdrifni Peugeot e-308 staðfestur með 400 km drægni
  • Stationgerð mun fylgja í kjölfarið

Peugeot hefur staðfest að framleiðandinn muni setja á markað hreina rafknúna útgáfu af nýjum 308 hlaðbak á næsta ári, sem mun keppa við bíla eins og Volkswagen ID.3 og Cupra Born.

Nýi e-308 verður, ásamt væntanlegum Vauxhall Astra-e, fyrsti full rafknúni fólksbíllinn sem verður fáanlegur á Stellantis EMP2 grunninum og fyrsti bíllinn í Stellantis hópnum sem boðinn er með hreinni brennsluvél, tengitvinnbúnaði eða með hreinni raforku, þegar hann kemur í júní 2023.

e-208 og e-2008 eru báðir með 50kWh rafhlöðupakka og 134 hestafla rafmótor, en e-308 verður knúinn af stærri 54kWh rafhlöðu og öflugri 154 hestafla mótor.

Peugeot segir að kerfið muni bjóða upp á hámarksdrægi sem er „meira en 400 km“ . Samsetning rafhlöðunnar hefur einnig breyst, sem gæti leitt til endurbóta eins og hraðari hleðslutíma - þó að Peugeot eigi enn eftir að staðfesta allar tæknilegar upplýsingar.

Gera má ráð fyrir að kaupendum e-308 verði boðið upp á svipað úrval af útfærslum og Peugeot e-208.

Línan ætti að opna með ódýrustu Active Premium forskrift vörumerkisins, og hækka í þægindabúnu Allure Premium gerðina og svo í sportlegt GT Premium flaggskip.

Peugeot hefur einnig staðfest að e-308 verði boðinn bæði sem hlaðbakur og í stationgerð, en sá síðarnefndi kemur í sýningarsali stuttu á eftir hlaðbaknum.

Eins og í öðrum rafbílum Peugeot ætti staðalbúnaður að vera sá sami í bensín- og rafmagnsútgáfum 308 þar sem rafmagnsgerðin mun fylgja sömu útfærslu og bensín- og tvinnbíllinn.

Sem slíkur ætti e-308 Active Premium að vera með 16 tommu álfelgur, LED framljós, bílastæðaskynjara að aftan og 10 tommu skjá fyrir upplýsinga- og afþreyingarkerfi.

(frétt á vef Auto Express)

Sett inn
14/1/2022
í flokknum:
Bílaframleiðsla

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaframleiðsla

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.