Það er rosalegt að segja og skrifa „versti bíll í heimi“ því það eru stór orð! Þeir eru nefnilega svo margir vondir. Hér er bráðskemmtileg fjögurra mínútna klippa um bíl sem sagður er verstur allra. Það er allt vont við hann að sögn þess sem um bílinn fjallar.

Í fyrsta lagi er þessi þýska eftirstríðsárasmíði með eindæmum ljót. Það verður nú bara að segjast eins og er. Svo er, eins og sést, erfitt að komast inn í bílinn og segir Jason Torchinsky, sem með mikilli fimi kemst loks inn, að best færi á að aðskilja mjaðmagrind frá skrokknum til að komast inn fyrir eða öllu heldur láta sig fljóta inn í  bílinn. Fyndinn karl!

Þetta er algjörlega einstakt farartæki: Þetta er eina eintakið sem búið var til og heitir það Hoffmann eftir þeim sem það smíðaði. Michael Hoffmann hét sá og var frá Munchen í Þýskalandi. Bíllinn er varðveittur á Lane Motor safninu í Nashville í Tennessee.

Bensín er sett á bílinn í gegnum þakið! Já, þakið. Það er ekki það furðulegasta eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Góða skemmtun!

Fleira sem sagt er vont:

Brot af því versta: Pallbílar

Fallega ljótur

Hlægilegur, ljótur eða bara sniðugur?

Ljótara en ljótt? Eða bara misskilningur

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Sett inn
22/5/2022
í flokknum:
Fornbílar

Fleiri fréttir úr flokknum:

Fornbílar

skoða allt
60 ára Volkswagen rúgbrauð
Fallega ljótur
Einn af 475 eintökum

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.