2022 Aston Martin V12 Vantage var ekki í neinum „felubúningi“ þegar hinn mikli bílaspæjari hjá CarSpyMedia var á ferli við Nürburghringinn. Kannski þarf ekki að fela bílinn lengur en í það minnsta þá er hér (fyrir neðan) myndband sem er fyrir margra hluta sakir sérstakt.

Segir í texta með myndbandinu að bíllinn sé í lokaprófunum og að einungis verði framleidd 333 eintök af þessum 700 hestafla Aston Martin V12 Vantage árgerð 2022. Gott og vel.

En eitthvað er nú lítið V12 hljóð í bílnum í myndbandinu. Framleiðandinn er nefnilega mjög stoltur af hljóðinu í bílnum eins og kynningin á síðu Aston Martin ber með sér.

Kannski maður sé búinn að hlusta á of háværa rokkmúsík eða þá að tími sé kominn til að skafa út úr eyrunum. Vonandi hljómar V12 Vantage betur í raunveruleikanum en í þessu sýnishorni.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Sett inn
3/4/2022
í flokknum:
Bílaframleiðsla

Fleiri fréttir úr flokknum:

Bílaframleiðsla

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.