1969 Pontiac Trans Am

Einn af örfáum Cameo hvítur með Parchment leðri
Talinn vera 1 af aðeins 14 með Parchment leðurinnréttingu
Upprunaleg 400/335 HP Ram Air III vél
Turbo 400 sjálfskipting
Vökvastýri og vökvabremsur
Þetta eintak náði 1. sæti í Trans Am National

Flestir áhugamenn amerískra sportbíla vita að Pontiac Trans Am er nefndur eftir svokallaðri Tans-Am kappaksturskeppni. Keppnin var sett á laggirnar 1966 og upphaflega hugsuð sem vettvangur spyrnukeppna fyrir ameríska sportbíla.

Það var síðan vorið 1969 sem Trans Am kom á fyrst á markað og var þá aðeins í boði hvítur með bláum röndum.

Með því átti að undirstrika að bíllinn væri „ekta“ amerískur spyrnukaggi. Í rauninni var þetta bara hágæða útgáfa af Pontiac Firebird 400 gerðinni. Þessa ´69 árgerð voru kaupendur að fá fyrir um 3.500 dollara eða um 460 þús. kall á þeim tíma. Það voru síðan verkföll, og það hve seint á árinu bíllinn var kynntur sem leiddi til þess að aðeins 697 eintök voru framleidd fyrsta árið.

Þessi bíll var afhentur nýr þann 19. nóvember 1969 í Kissimmee, Flórída. Þetta er sérlega sjaldgæft eintak af 1969 árgerðinni og bíllinn talinn vera einn af aðeins 14 sem framleiddir voru með Parchment leðurinnréttingu.

Undir vélarhlífinni er upphafleg Ram Air III 400/335 vél með Turbó 400 sjálfskiptingu.

Það var svo nokkrum árum síðar sem Pontiac Trans Am sló svo sannarlega í gegn í myndinni Smokey and the Bandit sem kom út árið 1977 og er ein vinsælasta mynd sinnar tegundar frá upphafi. Bíllinn í myndinni var búinn 6,6 lítra vél sem gaf um 200 hestöfl. Alls voru fjögur eintök notuð í myndinni.

Bíllinn er til sölu en verð er aðeins gefið upp í gegnum tölvupóst.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Sett inn
14/11/2021
í flokknum:
Fornbílar

Fleiri fréttir úr flokknum:

Fornbílar

skoða allt

Skráðu þig á póstlistann okkar
Fáðu nýjustu greinarnar í pósthólfið þitt

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.